Engin sátt verði um að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð verði skildir eftir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 16:37 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Eyþór Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Björt Framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þá leið sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa valið til að hækka greiðslur almannatrygginga. Telur stjórnarandstaðan að sú leið tryggi ekki að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Þau segja að engin sátt verði um að aðeins hluti aldraðra og öryrkja fái hækkanir, að eldri borgarar og öryrkjar í sambúð séu skildir eftir og að tekjuskerðingar aukist hjá ákveðnum hópum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru að hækka ellilífeyri um 7,1% fyrir eldri borgara í sambúð. Breytingar minnihlutans fela í sér að ellilífeyrir hækki um 13,4% og að eldri borgari sem búi með öðrum fái 241.300 krónur á mánuði eða um 13.400 krónum meira en miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar. Sama má segja um málefni öryrkja. Í tillögu ríkisstjórnar hækkar lífeyrir öryrkja um 7,1% fyrir öryrkja í sambúð. Minnihlutinn vill einnig í því tilfelli að lífeyrir hækki um 13,4%.Hér eru tillögur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu bornar saman.Vísir/SkjáskotEkki bjartsýn á að breytingar verði samþykktar „Við leggjum þessa tillögu fram sem viðbrögð við tillögu ríkisstjórnarinnar, sem kemur á lokametrunum fyrir kosningar, til þess að bæta það mál og gera þá útfærslu réttlátari þannig hún nýtist öllum hópum og sérstaklega þeim sem þurfa mest á að halda,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. „Rétt fyrir kosningar er öllu lofað og við erum að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa við loforðin og sýna það í verki fyrir kosningar. Þó svo þetta sé aukinn kostnaður þá er þetta alvöru réttlæti sem margir hafa beðið eftir. Ég hef heyrt í rosalega mörgum öryrkjum og eldri borgurum sem eru á þessum strípuðu bótum. Það fólk sem ég hef heyrt í á ekki fyrir mat, það á ekki fyrir jólagjöfum handa barnabörnunum. Mér finnst ekki réttlætanlegt að búa í þannig samfélagi þar sem við eigum nóg af peningum. Við erum rosalega rík þjóð, misskiptingin er svo mikil. Ég vona að þetta verði hvati fyrir þá en ég er ekkert rosalega bjartsýn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Ég er ekki endilega bjartsýn á það í ljósi þess að okkar tillögur hafa iðulega verið felldar og voru síðast felldar hér í dag við fjáraukalög. Við teljum hins vegar rétt að koma með þessar tillögur til að sýna okkar stefnu og okkar hug í málinu vegna þess að við erum auðvitað mjög gagnrýnin á það hvernig staðið var að málinu í upphafi og þann tíma sem hefur tekið að fá fram þessar breytingar að ríkisstjórninni. Það er auðvitað vont að vera að vinna að svona kerfisbreytingum á litlum tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira