Biðtími krónprinsins teygist á langinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:00 Maha Vajiralongkorn krónprins hefur reglulega vakið hneykslun. vísir/epa Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16
Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10
Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03