„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2016 18:45 Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Síðan hljóðupptökur með ummælum Donald Trumps var lekið til fjölmiðla fyrir helgi hafa milljónir kvenna stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst upplifun sinni af kynferðislegri áreitni karmanna í sinn garð. Í umræddum hljóðupptökum sem eru frá árinu 2005 segist Trump geta gert hvað sem er við konur í krafti frægðar sinnar. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Trump í gær á ummælum sínum hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins farið fram á að Trump dragi framboð sitt til baka og lýst því yfir að þeir muni ekki styðja hann í komandi forsetakosningum. Vilja þeir jafnframt að Mike Pence, varaforsetaefni Trump, taki við keflinu. En hann hefur meðal annars fordæmt ummælin. Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur fylgst með kosningabaráttunni vestanhafs segir að viðbúið sé að mikill taugatitringur sér í herbúðum Trumps fyrir kappræðurnar í kvöld. „Þetta er eiginlega ótrúleg staða. Að þetta komi bæði í kjölfar slæmra daga fyrir hann og síðan akkúrat rétt fyrir þessar kappræður. Hann getur ekki verið vel stemmdur,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að mikla mótstöðu meðal flokksmanna sinna komu hundruð stuðningsmanna Trump saman fyrir utan Trump Towers í gær og hvöttu hann áfram. Ljóst er að Rebúblikanaflokkurinn á í vandræðum með forsetaefni sitt en Trump hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki draga sig í hlé. „Þetta er gífurlega skaðlegt fyrir flokkinn og í raun og veru þetta val á frambjóðanda er algjörlega andsætt markmiðum sem flokkurinn setti sér eftir kosningarnar 2012. Flokkurinn er í sárum. Það hefur komið inn nokkur fjöldi stuðningsmanna sem hefur kannski fundið sig þarna áður en á ekki samleið með hugmyndafræði leiðtogum flokksins. Þannig að þetta verður mjög erfitt að byggja flokkinn upp aftur, “ segir Silja Bára. Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum öðru sinni af þremur í St. Louis í Missouri í kvöld. Hillary þótti standa sig betur í fyrstu kappræðum frambjóðendanna og ljóst að atburðir síðustu daga muni ekki hjálpa mótframbjóðanda hennar. „Hún verður örugglega tilbúin með einhver skot sem koma fram í hennar svörum og miðað við hennar frammistöðu í síðustu kappræðum að þá mun hún svona leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur,“ segir Silja Bára
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44
Ringulreið er hundruð stuðningsmanna Trump stöppuðu í hann stálinu Myndband sýnir hvernig lögreglan í New York átti í fullu fangi með að halda aftur að mannfjöldanum sem kom saman fyrir utan Trump Tower. 8. október 2016 22:18