Tveir leikir á sex dögum og tugir milljóna króna í boði Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2016 06:00 Ágúst Gylfason er með Fjölnisliðið í fínni stöðu og á mikilvæga leiki fyrir höndum á næstu sex dögum í Evrópubaráttunni. vísir/Hanna FH er orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta. Því verður ekki breytt en Hafnarfjarðarliðið fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum á mánudagskvöldið án þess að spila. Baráttan er samt enn þá hörð um Evrópusæti og á botninum. Stórleikur fer fram í Evrópubaráttunni á sunnudaginn þegar 21. umferðin verður leikin í heild sinni en þar mæta Fjölnismenn liði Stjörnunnar á heimavelli. Fjögur lið eru enn þá í baráttunni um sætin tvö sem gefa þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári og milljónatugina sem því fylgja. Valur er eina örugga liðið í Evrópu þökk sé öðrum bikarmeistaratitli liðsins í röð en þó það sé í efri hlutanum getur það ekki haft nein áhrif á baráttuna um Evrópusætin þar sem það mætir liðum utan hennar í síðustu tveimur umferðunum.26 milljónir klárar í kassann Sala á leikmönnum og Evrópupeningar eru það sem íslensku liðin þrífast á og þar skilur oftast á milli liða sem berjast um feitustu bitana á félagaskiptamarkaðnum þegar hausta tekur. Ekki er nóg með að lið sem er á leið í Evrópukeppni hafi vanalega meira á milli handanna heldur líta leikmenn á það sem bæði spennandi verkefni fyrir sjálfa sig og auglýsingaglugga. Peningarnir eru miklir og skipta liðin máli. Fyrir það eitt að spila leik í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fá liðin 200.000 evrur eða 26 milljónir króna. Vissulega fer eitthvað af því í ferðalagið sjálft og uppihald en þetta er upphæð sem getur tekið félögin marga mánuði að safna. Komist svo eitthvert lið áfram í aðra umferð fást 210.000 evrur eða 27 milljónir króna. Ef félögin eru svo heppinn að mæta liðum sem eru það spennandi að erlendir sjónvarpsréttarhafar vilja sýna leikina bætist við í kassann en það er vissulega mjög sjaldgæft í fyrstu umferðum Evrópudeildarinnar.Blikar í bílstjórasætinu Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og KR eru liðin fjögur sem berjast um Evrópusætin í síðustu tveimur umferðunum sem fram fara á sunnudag og annan laugardag. Á 180 mínútum af fótbolta spiluðum með sex daga millibili ræðst hvaða lið fá Evrópusætin mikilvægu og hverjir sitja eftir með sárt ennið um miðja deild. Blikar eru í bílstjórasætinu en þeir eru með 35 stig í öðru sæti deildarinnar og mæta Skaganum sem hefur að engu að keppa á sunnudaginn. Þeir fá svo heimaleik gegn Fjölni í lokaumferðinni þar sem þeir geta gulltryggt Evrópusætið – ef þeir verða þá ekki búnir að því. Miðað við heimavallarárangur þeirra er reyndar ekkert klárt í þeim efnum. KR getur komið sér bakdyramegin inn í Evrópu en liðið er í sjötta sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni. KR-ingar, sem hafa undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, verið á miklum skriði að undanförnu, eiga eftir mjög fýsilega leiki gegn Ólsurum og Fylki. Vissulega lið í lífsbaráttu í deildinni en KR-liðið er miklu betra og á að vinna þessa leiki.Tveir risastórir hjá Fjölni Fjölnir úr Grafarvogi er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið er nú þegar búið að bæta sinn besta árangur í efstu deild (33 stig 2015) og á góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Næstu tveir leikir geta breytt ímynd og framtíð Fjölnis. Þetta unga félag getur orðið það 17. sem kemst í Evrópukeppni og orðið fyrsti nýliðinn síðan Stjarnan komst í Evrópu fyrir tveimur árum síðan. Fjölnir hefur ekki verið lið sem sparkáhugamenn tengja við toppbaráttu og Evrópukeppni en Ágúst Gylfason er búinn að gera ótrúlega hluti með Grafarvogsliðið og fær nú tvo stærstu leiki í sögu félagsins með sex daga millibili til að taka risastórt skref með Fjölnismenn. Alvöru tugmilljóna króna leikur fer fram í Grafarvoginum á sunnudaginn þar sem Fjölnir tekur á móti Stjörnunni. Garðbæingar eru, með tveimur sigrum í röð, aftur komnir í Evrópuséns og komast upp fyrir Fjölnismenn með sigri. Þá yrðu Evrópudraumar Grafarvogsliðsins ekki lengur í þess höndum. Það er því óhætt að fullyrða að leikur Fjölnis og Stjörnunnar er mikilvægasti leikur í stuttri sögu Fjölnis. Liðið fékk tvö tækifæri 2007 og 2008 til að komast í Evrópukeppni sem bikarmeistari en tapaði tveimur úrslitaleikjum í röð. Nú hefur Fjölnir unnið fyrir sínu allt tímabilið og yrði sárt fyrir þá gulu að horfa á eftir flugvélinni til meginlandsins í síðustu tveimur umferðunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
FH er orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla í fótbolta. Því verður ekki breytt en Hafnarfjarðarliðið fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum á mánudagskvöldið án þess að spila. Baráttan er samt enn þá hörð um Evrópusæti og á botninum. Stórleikur fer fram í Evrópubaráttunni á sunnudaginn þegar 21. umferðin verður leikin í heild sinni en þar mæta Fjölnismenn liði Stjörnunnar á heimavelli. Fjögur lið eru enn þá í baráttunni um sætin tvö sem gefa þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári og milljónatugina sem því fylgja. Valur er eina örugga liðið í Evrópu þökk sé öðrum bikarmeistaratitli liðsins í röð en þó það sé í efri hlutanum getur það ekki haft nein áhrif á baráttuna um Evrópusætin þar sem það mætir liðum utan hennar í síðustu tveimur umferðunum.26 milljónir klárar í kassann Sala á leikmönnum og Evrópupeningar eru það sem íslensku liðin þrífast á og þar skilur oftast á milli liða sem berjast um feitustu bitana á félagaskiptamarkaðnum þegar hausta tekur. Ekki er nóg með að lið sem er á leið í Evrópukeppni hafi vanalega meira á milli handanna heldur líta leikmenn á það sem bæði spennandi verkefni fyrir sjálfa sig og auglýsingaglugga. Peningarnir eru miklir og skipta liðin máli. Fyrir það eitt að spila leik í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fá liðin 200.000 evrur eða 26 milljónir króna. Vissulega fer eitthvað af því í ferðalagið sjálft og uppihald en þetta er upphæð sem getur tekið félögin marga mánuði að safna. Komist svo eitthvert lið áfram í aðra umferð fást 210.000 evrur eða 27 milljónir króna. Ef félögin eru svo heppinn að mæta liðum sem eru það spennandi að erlendir sjónvarpsréttarhafar vilja sýna leikina bætist við í kassann en það er vissulega mjög sjaldgæft í fyrstu umferðum Evrópudeildarinnar.Blikar í bílstjórasætinu Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og KR eru liðin fjögur sem berjast um Evrópusætin í síðustu tveimur umferðunum sem fram fara á sunnudag og annan laugardag. Á 180 mínútum af fótbolta spiluðum með sex daga millibili ræðst hvaða lið fá Evrópusætin mikilvægu og hverjir sitja eftir með sárt ennið um miðja deild. Blikar eru í bílstjórasætinu en þeir eru með 35 stig í öðru sæti deildarinnar og mæta Skaganum sem hefur að engu að keppa á sunnudaginn. Þeir fá svo heimaleik gegn Fjölni í lokaumferðinni þar sem þeir geta gulltryggt Evrópusætið – ef þeir verða þá ekki búnir að því. Miðað við heimavallarárangur þeirra er reyndar ekkert klárt í þeim efnum. KR getur komið sér bakdyramegin inn í Evrópu en liðið er í sjötta sæti með 32 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni. KR-ingar, sem hafa undir stjórn Willums Þórs Þórssonar, verið á miklum skriði að undanförnu, eiga eftir mjög fýsilega leiki gegn Ólsurum og Fylki. Vissulega lið í lífsbaráttu í deildinni en KR-liðið er miklu betra og á að vinna þessa leiki.Tveir risastórir hjá Fjölni Fjölnir úr Grafarvogi er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið er nú þegar búið að bæta sinn besta árangur í efstu deild (33 stig 2015) og á góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Næstu tveir leikir geta breytt ímynd og framtíð Fjölnis. Þetta unga félag getur orðið það 17. sem kemst í Evrópukeppni og orðið fyrsti nýliðinn síðan Stjarnan komst í Evrópu fyrir tveimur árum síðan. Fjölnir hefur ekki verið lið sem sparkáhugamenn tengja við toppbaráttu og Evrópukeppni en Ágúst Gylfason er búinn að gera ótrúlega hluti með Grafarvogsliðið og fær nú tvo stærstu leiki í sögu félagsins með sex daga millibili til að taka risastórt skref með Fjölnismenn. Alvöru tugmilljóna króna leikur fer fram í Grafarvoginum á sunnudaginn þar sem Fjölnir tekur á móti Stjörnunni. Garðbæingar eru, með tveimur sigrum í röð, aftur komnir í Evrópuséns og komast upp fyrir Fjölnismenn með sigri. Þá yrðu Evrópudraumar Grafarvogsliðsins ekki lengur í þess höndum. Það er því óhætt að fullyrða að leikur Fjölnis og Stjörnunnar er mikilvægasti leikur í stuttri sögu Fjölnis. Liðið fékk tvö tækifæri 2007 og 2008 til að komast í Evrópukeppni sem bikarmeistari en tapaði tveimur úrslitaleikjum í röð. Nú hefur Fjölnir unnið fyrir sínu allt tímabilið og yrði sárt fyrir þá gulu að horfa á eftir flugvélinni til meginlandsins í síðustu tveimur umferðunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira