Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2016 00:06 Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. vísir/epa Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00