Birgitta snöggreiddist Ásmundi þegar hann ræddi prófkjör Pírata: „Hættu að ljúga!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:56 Ásmundur Friðriksson og Birgitta Jónsdóttir tókust á í þingsal í dag. vísir Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05
Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44
Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55