Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-1 | Stjarnan í fjórða sætið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2016 21:45 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/hanna Stjarnan er enn í bullandi baráttu um Evrópusæti en liðið komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með góðum sigri á ÍA í kvöld. Að sama skapi þá er ÍA nánast að kveðja baráttuna um Evrópusætið.Af hverju vann Stjarnan? Gæði leikmanna Stjörnunnar voru einfaldlega til sýnis í Garðabænum í kvöld. Skagamenn komust vissulega yfir snemma leiks en frá 3. mínútu var leikurinn að flestu leyti eign Stjörnunnar. Eins og við var að búast settust leikmenn ÍA djúpt niður á völlinn eftir opnunarmark sitt sem gerði það að verkum að Stjarnan var með boltann stærstan hluta leiksins. Oft á tíðum í sumar hefur vantað upp á að lykilmenn Stjörnunnar sýni úr hverju þeir eru gerðir gegn liðum sem vilja verjast gegn þeim og þeim gengið illa að opna varnir andstæðinganna. Ekki í kvöld, leikmenn eins og Halldór Orri Björnsson, Eyjólfur Héðinsson og Hilmar Árni Halldórsson áttu stórleik og gæði þeirra á síðasta þriðjung voru mjög greinileg í leiknum í kvöld. Það segir þó sína sögu um varnarleik Skagamanna að tvö af þremur mörkum heimamanna komu eftir hornspyrnur en gestirnir hljóta að gráta það að hafa ekki náð að hanga á forystunu út fyrri hálfleik.Hvað gekk vel?Miðjuspil Stjörnunnar var mjög gott og miðjumennirnir voru duglegir að koma í seinni bylgjuna inn í teig eftir fyrirgjafir sem urðu æði margar í leiknum. Halldór Orri Björnsson sýndi loks sitt rétta andlit og var afar skeinuhættur. Að mörgu leyti gekk sóknarleikur Skagamanna ágætlega í þau skipti sem þeir fóru í sókn sem telja má á fingrum annarar handar. Alltaf sköpuðu þeir sér hættulegt færi og með örlítið meiri yfirvegun og heppni hefði liðið vel getað jafnað í stöðunni 2-1.Hvað gekk illa?Skagamönnum reyndist erfitt að verjast föstum leikatriðum heimamann og líklega söknuðu þeir Ármanns Smára Björnssonar fyrirliða sem meiddist gegn KR í síðustu umferð. Fyrsta og síðasta mark Stjörnunnar komu eftir hornspyrnur en bæði mörkin komu á mikilvægum tímapunktum, það fyrra rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem jafnaði leikinn og það síðara eftir afar góðan kafla Skagamanna þar sem þeir freistuðu þess að jafna leikinn. Framherjar Stjörnunnar áttu einnig ef til vil ekki sinn besta leik en Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Friðjónsson fengu nokkur fín færi og hálffæri sem framherjar í stuði hefðu mögulega nýtt sér. Þó má ekki taka af Guðjóni að stoðsending hans í marki Halldórs Orra var einkar lagleg.Hvað gerist næst?Stjarnan kemur sér aftur í baráttuna um Evrópusæti og getur væntanlega treyst á sjálfa sig í þeim efnum, vinni þeir báða sína leiki sem eftir eru. Skagamenn stimpluðu sig endanlega úr Evrópubaráttunni og hafa nú tapað þremur leikjum í röð en eru þó á ágætu róli um miðbik deildarinnar.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Vorum klaufarGunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð upplitsdjarfur eftir leikinn í kvöld og segir að sitt lið hafi fengið hættulegustu færi leiksins. „Ég held að við höfum átt bestu færin í þessum leiks. Það er grátlegt að hafa ekki komist yfir hér í upphafi seinni hálfleiks og svo að jafna 2-2. Við fengum klárlega færin í seinni hálfleik en þetta féll bara ekki með okkur í dag, “ segir Gunnlaugur sem ekki sáttur með þau mörk sem Skagamenn fengu á sig í kvöld en tvö þeirra komu eftir hornspyrnur. „Ég var sérstaklega óánægður með mörkin sem við fengum á okkur. Tvö mörk úr hornum og það er það sem skilur að og situr í manni,“ segir Gunnlaugur. Hann viðurkennir að Stjarnan hafi sótt stíft á sína menn en segir að ÍA hafi gert Stjörnunni auðveldara um vik með því að missa boltann á klaufalegan hátt. Er hann svekktur með að Stjarnan hafi sett jöfnunarmarkið undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir skora rétt fyrir hálfleik og það hefði verið betra að fara yfir málin í hálfleik einu marki yfir. Svona er þetta bara. Við reiknuðum með að þeir myndu vera meira með boltann en þetta gekk ekki alveg.“Brynjar Björn (til hægri) ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.vísir/daníelBrynjar Björn: Evrópusætið er í okkar höndum Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari, stýrði Stjörnumönnum, í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar, sem var í banni. Brynjar var kátur í leikslok. „Við spiluðum vel, héldum boltanum vel og færðum okkur rólega upp völlinn. Við hefðum mögulega viljað fá betri færi og færri á okkur en heilt yfir var þetta mjög fínt,“ segir Brynjar sem var ánægður með hvernig liðið brást við því að fá sig mark á fyrstu mínútum leiksins. „Við fengum slæmt mark á okkur í byrjun en við spiluðum mjög vel eftir það. Við fengum mikið af færum, fyrirgjöfum og ágætis möguleikum. Það var kært að fá mark fyrir hálfleik og koma inn í hann og geta endurskipulagt sig. “ Stjarnan tyllti sér í fjórða sæti deildarinnar og getur náð Evrópusæti sigri þeir í báðum leikjunum sem eftir eru. Segir Brynjar Björn að það sé markmið í næstu leikjum. „Evrópuvonin lifir enn og ég veit ekki betur en að það sé í okkar höndum en það eru sennilega fleiri að hugsa það sama. Við stefnum á það. “Eyjólfur: Einhver þurfti að taka þetta á sigEyjólfur Héðinsson skoraði sannkallað fyrirliðamark þegar hann braut ísinn fyrir Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Hann skoraði jöfnumark liðsins sem kom á afar mikilvægum tíma. „Það þurfti einhver að taka þetta á sig og það var ég,“ segir Eyjólfur sem segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið þolinmæðisvinna af hálfu sinna manna eftir að ÍA komst yfir á 3. mínútu leiksins. „Þetta var mjög slæm byrjun og það kom kannski smá örvænting upp en svo tökum við yfir leikinn og yfirspilum þá gjörsamlega og hefðum átt að skora fyrr. Þetta var þolinmæðisvinna í fyrri hálfleik en í þeim seinni var mjög fínt að fá markið svona snemma. Eftir það gátum við stjórnað leiknum og mér fannst þetta aldrei vera í hættu,“ segir Eyjólfur. Segir Eyjólfur að erfitt sé að spila gegn Skaganum sem sé með hörkulið og að menn verði að vera á tánum gegn slíkum liðum. „Þeir eru með Garðar Gunnlaugsson sem er alltaf líklegur og með unga stráka sem eru við hliðina á honum sem eru sprækir. Þeir fengu sína sénsa en það hefði verið slys ef við hefðum ekki unnið þennan leik,“ segir Eyjólfur sem segir mesta muninn á Rúnari Páli og Brynjari helst vera hávaðann. „Það er aðeins hljóðlátara en í rauninni ekki er ekki svo mikill munur. Vinnan fer fram á vellinum þó að menn séu að öskra á hliðarlínunni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Stjarnan er enn í bullandi baráttu um Evrópusæti en liðið komst upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með góðum sigri á ÍA í kvöld. Að sama skapi þá er ÍA nánast að kveðja baráttuna um Evrópusætið.Af hverju vann Stjarnan? Gæði leikmanna Stjörnunnar voru einfaldlega til sýnis í Garðabænum í kvöld. Skagamenn komust vissulega yfir snemma leiks en frá 3. mínútu var leikurinn að flestu leyti eign Stjörnunnar. Eins og við var að búast settust leikmenn ÍA djúpt niður á völlinn eftir opnunarmark sitt sem gerði það að verkum að Stjarnan var með boltann stærstan hluta leiksins. Oft á tíðum í sumar hefur vantað upp á að lykilmenn Stjörnunnar sýni úr hverju þeir eru gerðir gegn liðum sem vilja verjast gegn þeim og þeim gengið illa að opna varnir andstæðinganna. Ekki í kvöld, leikmenn eins og Halldór Orri Björnsson, Eyjólfur Héðinsson og Hilmar Árni Halldórsson áttu stórleik og gæði þeirra á síðasta þriðjung voru mjög greinileg í leiknum í kvöld. Það segir þó sína sögu um varnarleik Skagamanna að tvö af þremur mörkum heimamanna komu eftir hornspyrnur en gestirnir hljóta að gráta það að hafa ekki náð að hanga á forystunu út fyrri hálfleik.Hvað gekk vel?Miðjuspil Stjörnunnar var mjög gott og miðjumennirnir voru duglegir að koma í seinni bylgjuna inn í teig eftir fyrirgjafir sem urðu æði margar í leiknum. Halldór Orri Björnsson sýndi loks sitt rétta andlit og var afar skeinuhættur. Að mörgu leyti gekk sóknarleikur Skagamanna ágætlega í þau skipti sem þeir fóru í sókn sem telja má á fingrum annarar handar. Alltaf sköpuðu þeir sér hættulegt færi og með örlítið meiri yfirvegun og heppni hefði liðið vel getað jafnað í stöðunni 2-1.Hvað gekk illa?Skagamönnum reyndist erfitt að verjast föstum leikatriðum heimamann og líklega söknuðu þeir Ármanns Smára Björnssonar fyrirliða sem meiddist gegn KR í síðustu umferð. Fyrsta og síðasta mark Stjörnunnar komu eftir hornspyrnur en bæði mörkin komu á mikilvægum tímapunktum, það fyrra rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem jafnaði leikinn og það síðara eftir afar góðan kafla Skagamanna þar sem þeir freistuðu þess að jafna leikinn. Framherjar Stjörnunnar áttu einnig ef til vil ekki sinn besta leik en Guðjón Baldvinsson og Hólmbert Friðjónsson fengu nokkur fín færi og hálffæri sem framherjar í stuði hefðu mögulega nýtt sér. Þó má ekki taka af Guðjóni að stoðsending hans í marki Halldórs Orra var einkar lagleg.Hvað gerist næst?Stjarnan kemur sér aftur í baráttuna um Evrópusæti og getur væntanlega treyst á sjálfa sig í þeim efnum, vinni þeir báða sína leiki sem eftir eru. Skagamenn stimpluðu sig endanlega úr Evrópubaráttunni og hafa nú tapað þremur leikjum í röð en eru þó á ágætu róli um miðbik deildarinnar.Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍAvísir/ernirGunnlaugur: Vorum klaufarGunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var nokkuð upplitsdjarfur eftir leikinn í kvöld og segir að sitt lið hafi fengið hættulegustu færi leiksins. „Ég held að við höfum átt bestu færin í þessum leiks. Það er grátlegt að hafa ekki komist yfir hér í upphafi seinni hálfleiks og svo að jafna 2-2. Við fengum klárlega færin í seinni hálfleik en þetta féll bara ekki með okkur í dag, “ segir Gunnlaugur sem ekki sáttur með þau mörk sem Skagamenn fengu á sig í kvöld en tvö þeirra komu eftir hornspyrnur. „Ég var sérstaklega óánægður með mörkin sem við fengum á okkur. Tvö mörk úr hornum og það er það sem skilur að og situr í manni,“ segir Gunnlaugur. Hann viðurkennir að Stjarnan hafi sótt stíft á sína menn en segir að ÍA hafi gert Stjörnunni auðveldara um vik með því að missa boltann á klaufalegan hátt. Er hann svekktur með að Stjarnan hafi sett jöfnunarmarkið undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir skora rétt fyrir hálfleik og það hefði verið betra að fara yfir málin í hálfleik einu marki yfir. Svona er þetta bara. Við reiknuðum með að þeir myndu vera meira með boltann en þetta gekk ekki alveg.“Brynjar Björn (til hægri) ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar.vísir/daníelBrynjar Björn: Evrópusætið er í okkar höndum Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari, stýrði Stjörnumönnum, í fjarveru Rúnars Páls Sigmundssonar, sem var í banni. Brynjar var kátur í leikslok. „Við spiluðum vel, héldum boltanum vel og færðum okkur rólega upp völlinn. Við hefðum mögulega viljað fá betri færi og færri á okkur en heilt yfir var þetta mjög fínt,“ segir Brynjar sem var ánægður með hvernig liðið brást við því að fá sig mark á fyrstu mínútum leiksins. „Við fengum slæmt mark á okkur í byrjun en við spiluðum mjög vel eftir það. Við fengum mikið af færum, fyrirgjöfum og ágætis möguleikum. Það var kært að fá mark fyrir hálfleik og koma inn í hann og geta endurskipulagt sig. “ Stjarnan tyllti sér í fjórða sæti deildarinnar og getur náð Evrópusæti sigri þeir í báðum leikjunum sem eftir eru. Segir Brynjar Björn að það sé markmið í næstu leikjum. „Evrópuvonin lifir enn og ég veit ekki betur en að það sé í okkar höndum en það eru sennilega fleiri að hugsa það sama. Við stefnum á það. “Eyjólfur: Einhver þurfti að taka þetta á sigEyjólfur Héðinsson skoraði sannkallað fyrirliðamark þegar hann braut ísinn fyrir Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Hann skoraði jöfnumark liðsins sem kom á afar mikilvægum tíma. „Það þurfti einhver að taka þetta á sig og það var ég,“ segir Eyjólfur sem segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið þolinmæðisvinna af hálfu sinna manna eftir að ÍA komst yfir á 3. mínútu leiksins. „Þetta var mjög slæm byrjun og það kom kannski smá örvænting upp en svo tökum við yfir leikinn og yfirspilum þá gjörsamlega og hefðum átt að skora fyrr. Þetta var þolinmæðisvinna í fyrri hálfleik en í þeim seinni var mjög fínt að fá markið svona snemma. Eftir það gátum við stjórnað leiknum og mér fannst þetta aldrei vera í hættu,“ segir Eyjólfur. Segir Eyjólfur að erfitt sé að spila gegn Skaganum sem sé með hörkulið og að menn verði að vera á tánum gegn slíkum liðum. „Þeir eru með Garðar Gunnlaugsson sem er alltaf líklegur og með unga stráka sem eru við hliðina á honum sem eru sprækir. Þeir fengu sína sénsa en það hefði verið slys ef við hefðum ekki unnið þennan leik,“ segir Eyjólfur sem segir mesta muninn á Rúnari Páli og Brynjari helst vera hávaðann. „Það er aðeins hljóðlátara en í rauninni ekki er ekki svo mikill munur. Vinnan fer fram á vellinum þó að menn séu að öskra á hliðarlínunni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira