Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2016 20:35 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, undrast að Þorgerður Katrín sé að fara í framboð fyrir Viðreisn í ljósi þess að hún hafi fyrir örfáum dögum rætt við hann um möguleika á að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það eru stórpólitísk tíðindi þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og fyrrverandi varaformaður flokksins ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk. Bjarni segir þessi tíðindi þó ekki vera áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Við erum sterkur og stór flokkur með breiðfylkingu á bak við okkur og stöndum sterkt. Því er hins vegar ekki að leyna að þetta kemur manni á óvart. Þó þetta hafi átt sér einhvern aðdraganda þá kemur þetta manni samt sem áður á óvart. Kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að þegar um forystumenn er að ræða þá er þetta fólk sem tekið hefur þátt í að móta og framfylgja stefnu (Sjálfstæðisflokksins). Ég hef starfað með þessu fólki við að framfylgja þeirri stefnu sem þau hafa tekið virkan þátt í að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.En er þetta ekki líka til marks um það að fólk með þau sjónarmið sem þau standa fyrir t.d. í Evrópumálum hefur liðið illa innan Sjálfstæðisflokksins. Svo ekki sé minnst á margumrædda þjóðaratkvæðagreiðslu? „Er ekki aðalatriðið að það er Evrópusinnað fólk sem vill finna sér þennan farveg. Fólk sem vill ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill ganga í Evrópusambandið og við höfum átt góða samleið með landsmönnum um þá stefnu. Það finnst mér nú vera kjarnaatriði að þarna virðast Evrópusinnaðir og frjálslyndir skapa sér vettvang,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.En varð skilnaðurinn ekki þegar ekki var staðið við þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Þetta fólk hefur kannski ekki allt sagt að það vilji skilyrðislaust ganga í Evrópusambandi? „Jú, en fólk verður auðvitað að beita mátulegum skammti af raunsæi miðað við stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Nú er það svo að hörðustu Evrópusinnar segja glapræði að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Jafnvel menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem ég tek eftir að sumir í Viðreisn gera að sínum leiðtoga. Tala um að menn fari ekki inn í brennandi hús og þetta sé ekki á dagskrá í tíu ár. Þannig að auðvitað verða menn að bregðast við því sem er að gerast í samfélaginu og í öðrum löndum. Þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Bjarni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sterkur einstaklingur og var vinsæl innan Sjálfstæðisflokksins og sem ráðherra. Hún býður sig fram í sama kjördæmi og Bjarni.Heldur þú að það verði hörð barátta á milli ykkar tveggja fyrrverandi flokkssystkina? „Ég er ekki að fara að gefa neitt eftir gagnvart neinum til að efla fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta er dálítið skrýtin staða að vera í þegar það eru nokkrir dagar síðan hún var að ræða það við mig að fara fram fyrir okkar flokk,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30