Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun