Nýja bókin um Harry Potter kemur út á íslensku í október Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög