Verið góður en vill gera betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2016 08:00 Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsídeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis en hann er með 6,73 í meðaleinkunn eftir ellefu umferðir. Breiðablik hefur eins og í fyrra aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu leikjunum. Vísir/Hanna Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira