Skoðun formanns á kosningum skipti engu Sveinn Arnarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir valdið ekki hjá formanni Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra sé með þingrofsréttinn. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira