Myndlistasýning og tónleikar í Garðaholti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Álfheiður Ólafsdóttir sýnir sín verk. Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög