Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:27 Obama og Clinton að lokinni ræðu forsetans. Vísir/Getty Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira