Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 11:30 Pogba er skrautlegur en afskaplega góður leikmaður. vísir/getty Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30