Sögulok á Stade de France Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2016 06:00 Lokaskrefin. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gengur hér af velli eftir orrustuna við Frakka í gær. fréttablaðið/vilhelm Einhverjum merkasta kafla í íslenskri íþróttasögu lauk á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, þegar Ísland varð að játa sig sigrað gegn gríðarsterku liði heimamanna. Frakkland komst áfram í undanúrslit EM á sínum heimavelli með sannfærandi 5-2 sigri, eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik. Ísland var hins vegar úr leik eftir hetjulega framgöngu sína á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti, og eini, tapleikur okkar manna á mótinu. Um leið og leiknum lauk var ljóst að starfi Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Íslands var lokið. Hann gegndi starfinu í fjögur og hálft ár sem markar um leið mesta blómaskeið í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lagerbäck tók við særðu íslensku landsliði sem vissi að það bjó miklu meira í því en það hafði sýnt og færði það, ásamt Heimi Hallgrímssyni, meðþjálfara sínum síðustu tvö árin, í áður óþekktar hæðir.Mættum ofjörlum okkar Það brást enginn íslenskri knattspyrnu í gær. Ekki þjálfararnir, ekki leikmennirnir og ekki þeir sem standa að liðinu á einn eða annan hátt. Í gær mætti Ísland ofjörlum sínum á knattspyrnuvellinum. Afar sterku frönsku liði sem sýndi ekki aðeins í gærkvöldi heldur í aðdraganda leiksins að það bæri virðingu fyrir Íslandi og teldi það verðugan andstæðing. Didier Deschamps hafði greinilega undirbúið lið sitt mjög vel og brást við leikbanni tveggja lykilmanna með því að færa leikmenn til og breyta um leikkerfi sem hentaði vel gegn íslenska liðinu. Það skilaði tilætluðum árangri – Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu allir í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn. Þetta var versti hálfleikur Íslands í keppninni og refsuðu Frakkar grimmilega fyrir hver mistök sem okkar menn gerðu.Strákarnir þakka fyrir sig.vísir/vilhelmÍslendingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og uppskáru mark snemma er Kolbeinn Sigþórsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. En þá kom enn eitt kjaftshöggið er Giroud skoraði öðru sinni eftir slæmt úthlaup Hannesar Þórs Halldórssonar í marki Íslands. Undir lokin skoraði þó Birkir Bjarnason sárabótarmark með skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar.Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi „Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur,“ sagði Deschamps eftir leikinn í gær. „En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“ Viðhorf franska þjálfarans endurspeglar viðhorf fleiri, ekki síst stuðningsmannanna sjálfra sem sungu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu á Stade de France og blésu lífi í okkar menn þegar þeir þurftu mest á stuðningnum að halda. Leikmenn Íslands voru vonsviknir þegar þeir gengu til stuðningsmanna í gær en tóku samt undir í „víkingaklappinu“ í lokaskiptið á EM í Frakklandi. Það var stund sem verður lengi í minnum höfð enda hefur víkingaklappið farið sigurför um heiminn og er eitt sterkasta táknið um velgengni þessa magnaða íslenska landsliðs og sigurför þess á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu.Ég finn það í hjartanu Lars Lagerbäck var þakklátur á blaðamannafundi eftir leik. Þakklátur öllum þeim sem hann hefur starfað með í kringum landsliðið en ekki síst þakklátur fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Hann var spurður hvaða minningar stæðu upp úr eftir hans langa feril í knattspyrnunni. Hann nefndi nokkur augnablik með sænska landsliðinu en sagði að tími hans með því íslenska væri honum afar ofarlega í huga. „Ég finn það í hjartanu hversu nærri mér þetta stendur. Ég naut þess að starfa á Íslandi og það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu ferðalagi,“ sagði hann. „Það hefur verið virkilega sérstakt. Ísland á sér sérstakan stað í mínu hjarta.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Sjá meira
Einhverjum merkasta kafla í íslenskri íþróttasögu lauk á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, þegar Ísland varð að játa sig sigrað gegn gríðarsterku liði heimamanna. Frakkland komst áfram í undanúrslit EM á sínum heimavelli með sannfærandi 5-2 sigri, eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik. Ísland var hins vegar úr leik eftir hetjulega framgöngu sína á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti, og eini, tapleikur okkar manna á mótinu. Um leið og leiknum lauk var ljóst að starfi Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Íslands var lokið. Hann gegndi starfinu í fjögur og hálft ár sem markar um leið mesta blómaskeið í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lagerbäck tók við særðu íslensku landsliði sem vissi að það bjó miklu meira í því en það hafði sýnt og færði það, ásamt Heimi Hallgrímssyni, meðþjálfara sínum síðustu tvö árin, í áður óþekktar hæðir.Mættum ofjörlum okkar Það brást enginn íslenskri knattspyrnu í gær. Ekki þjálfararnir, ekki leikmennirnir og ekki þeir sem standa að liðinu á einn eða annan hátt. Í gær mætti Ísland ofjörlum sínum á knattspyrnuvellinum. Afar sterku frönsku liði sem sýndi ekki aðeins í gærkvöldi heldur í aðdraganda leiksins að það bæri virðingu fyrir Íslandi og teldi það verðugan andstæðing. Didier Deschamps hafði greinilega undirbúið lið sitt mjög vel og brást við leikbanni tveggja lykilmanna með því að færa leikmenn til og breyta um leikkerfi sem hentaði vel gegn íslenska liðinu. Það skilaði tilætluðum árangri – Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu allir í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn. Þetta var versti hálfleikur Íslands í keppninni og refsuðu Frakkar grimmilega fyrir hver mistök sem okkar menn gerðu.Strákarnir þakka fyrir sig.vísir/vilhelmÍslendingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og uppskáru mark snemma er Kolbeinn Sigþórsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. En þá kom enn eitt kjaftshöggið er Giroud skoraði öðru sinni eftir slæmt úthlaup Hannesar Þórs Halldórssonar í marki Íslands. Undir lokin skoraði þó Birkir Bjarnason sárabótarmark með skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar.Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi „Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur,“ sagði Deschamps eftir leikinn í gær. „En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“ Viðhorf franska þjálfarans endurspeglar viðhorf fleiri, ekki síst stuðningsmannanna sjálfra sem sungu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu á Stade de France og blésu lífi í okkar menn þegar þeir þurftu mest á stuðningnum að halda. Leikmenn Íslands voru vonsviknir þegar þeir gengu til stuðningsmanna í gær en tóku samt undir í „víkingaklappinu“ í lokaskiptið á EM í Frakklandi. Það var stund sem verður lengi í minnum höfð enda hefur víkingaklappið farið sigurför um heiminn og er eitt sterkasta táknið um velgengni þessa magnaða íslenska landsliðs og sigurför þess á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu.Ég finn það í hjartanu Lars Lagerbäck var þakklátur á blaðamannafundi eftir leik. Þakklátur öllum þeim sem hann hefur starfað með í kringum landsliðið en ekki síst þakklátur fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Hann var spurður hvaða minningar stæðu upp úr eftir hans langa feril í knattspyrnunni. Hann nefndi nokkur augnablik með sænska landsliðinu en sagði að tími hans með því íslenska væri honum afar ofarlega í huga. „Ég finn það í hjartanu hversu nærri mér þetta stendur. Ég naut þess að starfa á Íslandi og það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu ferðalagi,“ sagði hann. „Það hefur verið virkilega sérstakt. Ísland á sér sérstakan stað í mínu hjarta.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Sjá meira