Þessi tölfræði svíður: England unnið öll liðin í undanúrslitum EM á síðustu 12 mánuðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 21:15 vísir/epa Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira