Engir stuðningsmenn á tveimur lykilleikjum karlalandsliðsins á útivelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2016 17:21 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson eftir síðustu heimsókn til Króatíu, í umspili fyrir HM 2014. Þá taldi sá fyrrnefndi sig hafa spilað sinn síðasta landsleik. Sú reyndist aldeilis ekki raunin. Mynd/Vilhelm Færri Íslendingar komust að en vildu í tilfelli landsleikja íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar vegna skorts á miðum. Enginn mun geta orðið sér út um miða á fyrstu tvo leiki liðsins á útivelli í undankeppni HM í haust þegar leikið verður gegn Úkraínu og Króatíu. Ástæðan er sú að báðir leikirnir munu fara fram fyrir luktum dyrum. Flautað verður til leiks í undankeppni HM í september en Ísland spilar í I-riðli. Óhætt er að segja að riðlarnir hafi verið meira spennandi en um afar sterkan riðil er að ræða. Í sex þjóða riðli má finna fjórar þjóðir sem spiluðu á Evrópumótinu í Frakklandi. Til viðbótar við Króatíu, Úkraínu og Ísland eru Tyrkir líka í riðlinum. Hinar tvær þjóðirnar eru Finnland og Kósóvó. Fyrsti leikur Íslands er á útivelli gegn Úkraínu 5. september. Leikið verður fyrir luktum dyrum en um refsingu er að ræða vegna hegðunar stuðningsmanna landsliðs Úkraínu. Sömu sögu er að segja um Króatíu sem þurfa að spila tvo fyrstu heimaleikina fyrir luktum dyrum, vegna óláta stuðningsmanna. Sá síðari er gegn Íslandi 12. nóvember. Í millitíðinni spilar Ísland heimaleiki gegn Finnum 6. október og Tyrkjum 9. október. „Það verður mikil breyting fyrir leikmennina að fara úr 80 þúsund manna velli yfir í tóman völl,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Akraborginni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Klöru að neðan en þar ræðir hún einnig um miðasölumál. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Færri Íslendingar komust að en vildu í tilfelli landsleikja íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar vegna skorts á miðum. Enginn mun geta orðið sér út um miða á fyrstu tvo leiki liðsins á útivelli í undankeppni HM í haust þegar leikið verður gegn Úkraínu og Króatíu. Ástæðan er sú að báðir leikirnir munu fara fram fyrir luktum dyrum. Flautað verður til leiks í undankeppni HM í september en Ísland spilar í I-riðli. Óhætt er að segja að riðlarnir hafi verið meira spennandi en um afar sterkan riðil er að ræða. Í sex þjóða riðli má finna fjórar þjóðir sem spiluðu á Evrópumótinu í Frakklandi. Til viðbótar við Króatíu, Úkraínu og Ísland eru Tyrkir líka í riðlinum. Hinar tvær þjóðirnar eru Finnland og Kósóvó. Fyrsti leikur Íslands er á útivelli gegn Úkraínu 5. september. Leikið verður fyrir luktum dyrum en um refsingu er að ræða vegna hegðunar stuðningsmanna landsliðs Úkraínu. Sömu sögu er að segja um Króatíu sem þurfa að spila tvo fyrstu heimaleikina fyrir luktum dyrum, vegna óláta stuðningsmanna. Sá síðari er gegn Íslandi 12. nóvember. Í millitíðinni spilar Ísland heimaleiki gegn Finnum 6. október og Tyrkjum 9. október. „Það verður mikil breyting fyrir leikmennina að fara úr 80 þúsund manna velli yfir í tóman völl,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Akraborginni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Klöru að neðan en þar ræðir hún einnig um miðasölumál.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira