ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 14:15 Vísir/EPA Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira