Fjöldi Íslendinga varð fyrir barðinu á vasaþjófum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:09 Soffía Jóhannsdóttir Hauth lenti í klóm vasaþjófa en fékk símann sinn aftur þökk sé lögreglunni í París. Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira