Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Ivan Perisic fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira