Staðfest að jafntefli dugar strákunum okkar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:06 Eitt stig í viðbót og þá er íslenska landsliðið komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta EM. Vísir/EPA Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45
Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12
Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25
Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45
Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00
Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27
Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45