Heimir: Menn voru bara að missa sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 12:45 Heimir Hallgrímsson stýrir æfingu í góða veðrinu í Annecy í dag. vísir/vilhelm „Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
„Auðvitað eru allir þreyttir og það er smá spennufall í hópnum en það er ekki annað hægt en að líða mjög vel núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, við Vísi eftir æfingu strákanna okkar í Annecy í dag. Ísland komst í 16 liða úrslit á EM 2016 í gærkvöldi þegar liðið lagði Austurríki, 2-1, með sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar í uppbótartíma. Ísland mætir næst Englandi á mánudagskvöldið í Nice. Við vorum að ná markmiðunum okkar. Fyrsta markmið var að komast upp úr riðlinum og við náðum því og erum enn þá taplausir í þessu móti. Það er bara létt yfir öllum. Auðvitað eru margir mjög þreyttir en andleg líðan er mjög góð,“ sagði Heimir. Um leið og Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið flautaði dómarinn leikinn af. Strákarnir og þjálfararnir fóru þá til þeirra 10.000 Íslendinga sem voru á leiknum og fögnuðu með þeim. Heimir átti erfitt með að lýsa því sem þarna fór fram í orðum. „Það yrði bara kjánalegt að lýsa einhverjum tilfinningum en menn voru bara að missa sig. Ekkert endilega bara vegna þess að við unnum leikinn eða komumst áfram heldur bara hvernig þetta var. Þetta var svo mikill rússíbani því það lá á okkur,“ sagði Heimir. Íslenska liðið bakkaði mjög aftarlega í seinni hálfleiknum þegar það var að verja forskotið og svo stöðuna 1-1. Varnarleikurinn var góður sem fyrr en þetta var aðeins of mikið að mati þjálfarans. „Við vorum komnir aðeins of aftarlega og fengum bardagann inn í teiginn okkar sem við viljum helst ekki. Það sem vantaði í gær var að við settum meiri pressu á manninn með boltann,“ sagði Heimir við Vísi. „Svo fór maður bara að horfa yfir liðið og sá að það var til of mikils ætlast að menn væru í sprettum fram og til baka. Það var steikjandi hiti og menn voru orðnir vatnslitlir og súrir. Kannski var það best í stöðunni að loka svæðunum og það er betra að gera það aftar á vellinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22