Sex mánaða íslenskur snáði sprengdi alla krúttskala á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 13:45 Helga, Herdís og Elmar Máni á leiknum sögulega á Stade de France í gær. Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira