Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2016 19:45 Sex markaskorarar Ísland á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira