Hannes: Maður er að upplifa nýjar tilfinningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:46 Hannes átti góðan leik í marki Íslands. vísir/epa Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var að vonum kátur eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. „Ég veit ekki hvað maður á að segja eftir svona leik. Þetta er svo stórt og epískt og maður er að upplifa nýjar tilfinningar,“ sagði Hannes í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Hvenær fengum við trúna? Ef ég tala fyrir sjálfan mig er það alltaf þegar það eru komnar 75 mínútur á klukkuna. Þá sér maður glitta í þetta,“ sagði Hannes. Markvörðurinn byrjaði leikinn illa og fékk á sig víti strax eftir fjögurra mínútna leik. Wayne Rooney skoraði úr vítinu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ragnar Sigurðsson metin. Á 18. mínútu kom Kolbeinn Sigþórsson Íslandi svo yfir með sínu 21. landsliðsmarki. Englendingar sóttu meira það sem eftir lifði leiks en komust lítt áleiðis gegn íslensku vörninni. „Við erum mjög góðir í þessu, að halda forystu. Ég sagði eftir Ungverjaleikinn að það væri eiginlega í eina skiptið þessi síðustu fjögur ár sem við höfum spilað saman sem okkur hefur ekki tekist að halda forystu. Það er því ástæða til bjartsýni þegar það er farið að líða á leikina,“ sagði Hannes. „Nú höldum við bara áfram og ég er smá spenntur að sjá viðbrögðin á netinu, og heima og úti í heimi. Þetta er risafrétt og ég geri ráð fyrir að það sé allt á hvolfi heima.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var að vonum kátur eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld. „Ég veit ekki hvað maður á að segja eftir svona leik. Þetta er svo stórt og epískt og maður er að upplifa nýjar tilfinningar,“ sagði Hannes í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Hvenær fengum við trúna? Ef ég tala fyrir sjálfan mig er það alltaf þegar það eru komnar 75 mínútur á klukkuna. Þá sér maður glitta í þetta,“ sagði Hannes. Markvörðurinn byrjaði leikinn illa og fékk á sig víti strax eftir fjögurra mínútna leik. Wayne Rooney skoraði úr vítinu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ragnar Sigurðsson metin. Á 18. mínútu kom Kolbeinn Sigþórsson Íslandi svo yfir með sínu 21. landsliðsmarki. Englendingar sóttu meira það sem eftir lifði leiks en komust lítt áleiðis gegn íslensku vörninni. „Við erum mjög góðir í þessu, að halda forystu. Ég sagði eftir Ungverjaleikinn að það væri eiginlega í eina skiptið þessi síðustu fjögur ár sem við höfum spilað saman sem okkur hefur ekki tekist að halda forystu. Það er því ástæða til bjartsýni þegar það er farið að líða á leikina,“ sagði Hannes. „Nú höldum við bara áfram og ég er smá spenntur að sjá viðbrögðin á netinu, og heima og úti í heimi. Þetta er risafrétt og ég geri ráð fyrir að það sé allt á hvolfi heima.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira