Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 06:00 Didier Deschamps van HM 1998 og EM 2000 og er nú þjálfari Frakka. vísir/getty Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Klukkan 19.00 í kvöld mun ungverski dómarinn Viktor Kassai flauta til leiks í opnunarleik EM 2016 þar sem Frakkland og Rúmenía mætast á Stade de France. Frakkar höfðu betur í baráttu við Tyrkland og Ítalíu þegar gestgjafar fyrir þetta fyrsta 24 þjóða Evrópumót voru valdir. Vegna þessara átta viðbótarþjóða fjölgar leikjunum úr 31 í 51 en þeir fara fram á tíu leikvöngum víðsvegar um Frakkland. Samkvæmt veðbönkum eru Frakkar líklegastir til að verða Evrópumeistarar en fyrirfram er talið að baráttan um Henry Delaunay bikarinn standi á milli Frakklands, heimsmeistara Þýskalands og Evrópumeistara Spánar. Sagan er allavega að hluta til með Frökkum í liði. Á síðustu 18 heims- og Evrópumeistaramótum hafa gestgjafarnir aðeins unnið tvisvar. Og í bæði skiptin voru það Frakkar, á EM 1984 og HM 1998. „Ég var mjög ungur en ég man eftir úrslitaleiknum; mörkunum tveimur frá [Zinedine] Zidane og einu frá [Emmanuel] Petit. Þetta eru dásamlegar minningar og vonandi get ég búið til svipaðar minningar fyrir krakkana í dag,“ sagði Paul Pogba, skærasta stjarna franska liðsins, nýlega í viðtali. Pogba var fimm ára þegar Didier Deschamps lyfti heimsmeistarabikarnum árið 1998. Nú 18 árum síðar er Deschamps þjálfari Pogba og félaga hans í franska landsliðinu.vísir/graphic newsDeschamps var einnig fyrirliði Frakka þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2000 og er mikill sigurvegari. Og hann virðist vera á réttri leið með franska liðið sem hefur litið afar vel út í aðdraganda mótsins og unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Eina tapið var gegn Englandi, nokkrum dögum eftir hryðjuverkin í París í fyrra. Bjartsýnin heima fyrir er mikil þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er í banni frá landsliðinu vegna fjárkúgunarmálsins fræga, Mamadou Sakho átti að hafa fallið á lyfjaprófi og þá eru Lassana Diarra, Raphaël Varane, Jérémy Mathieu og Kurt Zouma allir meiddir. Frakkar eru með mikla breidd og góða blöndu yngri og eldri leikmanna. Leikmenn eins og Antoine Griezmann, Dimitri Payet og N’Golo Kanté áttu frábært tímabil og Anthony Martial og Kingsley Coman eru tveir af mest spennandi ungu leikmönnunum í bransanum. Og svo er Pogba alltaf að verða betri. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur miðjumaðurinn öflugi fjórum sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus, spilað í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og verið valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2014. En hann vill verða enn betri. „Draumur minn er að verða goðsögn,“ sagði Pogba sem viðurkennir þó að hann eigi enn langt í land. „Mér finnst ég ekki vera frábær. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég hef unnið deildartitla en ég hef ekki unnið Meistaradeildina, HM eða EM. Það væri ekki slæmt að vinna EM á heimavelli.“ Pogba er á hraðri leið á toppinn og hann dreymir um að endurtaka leik Michels Platini frá 1984 og Deschamps og félaga frá 1998 og leiða Frakka til sigurs á stórmóti á heimavelli. Núna er sviðið hans.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti