Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 11:00 Hvað ætli Lars Lagerbäck segi um þessa spá. Vísir/Anton 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira