Einsi kaldi tekinn á teppið af eigendum hótelsins í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 13:30 Ábyrgðin er mikil á herðum Einars Björns Árnasonar sem eru öllu þekktari sem Einsi kaldi. Eyjapeyinn stýrir gangi mála í matarmálum hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Blaðamaður fékk að kíkja í heimsókn til Einars og Frakkanna sem eru honum til aðstoðar í eldhúsinu á hóteli landsliðsins í Annecy. „Ég er hérna 24/7. Ég átti reyndar bara að sjá um hádegið og kvöldið en strákarnir eru svo kröfuharðir að ég er hérna allan sólarhringinn,“ segir Einsi. Hann skemmtir sér konunglega enda starfið fjölbreytilegt. Mesta fjörið hafi verið í byrjun enda allt annað en auðvelt að koma inn í nýjan menningarheim. Einsi segist hafa byrjað dvölina úti á fundi með starfsmönnum og svo stimplað sig inn með kröftugleika og vinnusemi. Þannig hafi hann öðlast virðingu Frakkanna sem tala svo til enga ensku að frátaldi Mathilde, frönskum kokki sem miðlar málum. „Hún reddar mér alveg,“ segir Einsi.Taka allir vel til matar síns Einsi segir hafa lagt upp matseðilinn strax í haust og gert um leið þá kröfu að pantaður yrði íslenskur fiskur af mörkuðum í Frakklandi. „Ég held að strákarnir séu ægilega ánægðir með þetta allt saman,“ segir Einsi. Strákarnir séu samt duglegir að koma með punkta um hvað þeir vilja. Því sé þá reddað. Annars taka þeir allir vel til matar síns. „Þeir eru rosalega duglegir að borða og það er gaman að elda ofan í þá. Sumir eru rosalega mikið fyrir grænmeti og snerta ekki fiskinn á meðan aðrir eru sjúkir í fiskinn, eru kannski ekki vanir að fá svona flotta fiskrétti,“ segir Einsi. Hann hefur eldað ofan í knattspyrnufólk á öllum aldri undanfarin ár en hann er fastagestur á Shellmótinu og Pæjumótinu í Eyjum. „Ég er örugglega búinn að elda fyrir einhverja þessara stráka á Shellmóti,“ segir Einsi. Hann hafi eldað fyrir ÍBV í mörg ár, þegar Heimir Hallgrímsson, Eyjapeyi og landsliðsþjálfari, var með liðið. „Þannig að ég held nú alveg að ég viti hvað ég er að gera.“Vel fer á með Einsa kalda og Frökkunum sem eru vafalítið búnir að læra mikið af kokknum úr Vestmannaeyjum.Maturinn verður að vera fjölbreyttur Aðstæður í eldhúsinu í Annecy eru fínar enda hefði Einsi ekki hleypt okkur þangað eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann passi upp á allt hráefni þar sem finna má önd, lamb, kjúkling og fleira en allajafna geta strákarnir valið úr þremur til fimm réttum. „Það er bara þannig. Ég ætla ekki að fá neinn stimpil á mig að hafa ekki staðið mig í þessari ferð. Ég ætla að skilja við þá þannig að þeir vilji bara Einsa Kalda í framtíðinni.“ Gangi íslenska liðinu illa á mótinu verði ekki hægt að kenna matnum um. „Það er ekki séns. Þetta snýst fyrst og fremst um að búa til stemningu því þeir eru hérna í svo marga daga,“ segir Einsi. „Það er mitt hlutverk að láta þá hlakka til að fara í mat. Þetta eru margir dagar og maturinn þarf að vera mjög fjölbreytilegur.“ Einsi segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi tekið að sér.Í hlutverki diplómats í eldhúsi strákanna okkar Óhætt er að segja að hin franska Mathilde, eða Matthildur, sé í lykilhlutverki í eldhúsi karlalandsliðsins í knattspyrnu í Annecy. Hún er eina manneskjan sem talar ensku og frönsku en annars væri hætt við að ýmislegt færi úrskeiðis við matseldina sökum tungumálaörðugleika. Hin franska Matthildur segir að upp hafi komið smá vandamál í byrjun en það hafi verið leyst „Ég held að allir leikmennirnir séu sáttir núna,“ segir Matthildur sem ber Einsa kalda yfirkokki vel söguna. Hann sé mjög vingjarnlegur og það sé skemmtilegt að læra „íslensku leiðina“ í eldhúsinu. Matthildur viðurkennir að þurfa stundum að miðla málum í eldhúsinu. „Það er ekki alltaf auðvelt. Stundum spyr Einar vinalega hvort við getum gert eitthvað,“ segir Matthildur og þá svara frönsku kokkarnir, sem séu stoltir eins og Frakka er von og vísa: „Af hverju?“ Allt fari þó vel að lokum. Einsi hlær að þessu öllu saman og segir samstarfið hafa gengið ótrúlega vel. „Ég var tekinn á teppið af eigendum hótelsins því að starfsfólkið í eldhúsinu var stressað yfir mér því rómurinn var svolítið hár,“ segir Einar og hlær. Hann hafi útskýrt að hann hafi verið nýkominn af Sjómannadeginum þar sem hann var að elda, þar þurfti að hafa hátt. „Svo róaðist ég með dögunum,“ segir Einar léttur.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Ábyrgðin er mikil á herðum Einars Björns Árnasonar sem eru öllu þekktari sem Einsi kaldi. Eyjapeyinn stýrir gangi mála í matarmálum hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Blaðamaður fékk að kíkja í heimsókn til Einars og Frakkanna sem eru honum til aðstoðar í eldhúsinu á hóteli landsliðsins í Annecy. „Ég er hérna 24/7. Ég átti reyndar bara að sjá um hádegið og kvöldið en strákarnir eru svo kröfuharðir að ég er hérna allan sólarhringinn,“ segir Einsi. Hann skemmtir sér konunglega enda starfið fjölbreytilegt. Mesta fjörið hafi verið í byrjun enda allt annað en auðvelt að koma inn í nýjan menningarheim. Einsi segist hafa byrjað dvölina úti á fundi með starfsmönnum og svo stimplað sig inn með kröftugleika og vinnusemi. Þannig hafi hann öðlast virðingu Frakkanna sem tala svo til enga ensku að frátaldi Mathilde, frönskum kokki sem miðlar málum. „Hún reddar mér alveg,“ segir Einsi.Taka allir vel til matar síns Einsi segir hafa lagt upp matseðilinn strax í haust og gert um leið þá kröfu að pantaður yrði íslenskur fiskur af mörkuðum í Frakklandi. „Ég held að strákarnir séu ægilega ánægðir með þetta allt saman,“ segir Einsi. Strákarnir séu samt duglegir að koma með punkta um hvað þeir vilja. Því sé þá reddað. Annars taka þeir allir vel til matar síns. „Þeir eru rosalega duglegir að borða og það er gaman að elda ofan í þá. Sumir eru rosalega mikið fyrir grænmeti og snerta ekki fiskinn á meðan aðrir eru sjúkir í fiskinn, eru kannski ekki vanir að fá svona flotta fiskrétti,“ segir Einsi. Hann hefur eldað ofan í knattspyrnufólk á öllum aldri undanfarin ár en hann er fastagestur á Shellmótinu og Pæjumótinu í Eyjum. „Ég er örugglega búinn að elda fyrir einhverja þessara stráka á Shellmóti,“ segir Einsi. Hann hafi eldað fyrir ÍBV í mörg ár, þegar Heimir Hallgrímsson, Eyjapeyi og landsliðsþjálfari, var með liðið. „Þannig að ég held nú alveg að ég viti hvað ég er að gera.“Vel fer á með Einsa kalda og Frökkunum sem eru vafalítið búnir að læra mikið af kokknum úr Vestmannaeyjum.Maturinn verður að vera fjölbreyttur Aðstæður í eldhúsinu í Annecy eru fínar enda hefði Einsi ekki hleypt okkur þangað eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann passi upp á allt hráefni þar sem finna má önd, lamb, kjúkling og fleira en allajafna geta strákarnir valið úr þremur til fimm réttum. „Það er bara þannig. Ég ætla ekki að fá neinn stimpil á mig að hafa ekki staðið mig í þessari ferð. Ég ætla að skilja við þá þannig að þeir vilji bara Einsa Kalda í framtíðinni.“ Gangi íslenska liðinu illa á mótinu verði ekki hægt að kenna matnum um. „Það er ekki séns. Þetta snýst fyrst og fremst um að búa til stemningu því þeir eru hérna í svo marga daga,“ segir Einsi. „Það er mitt hlutverk að láta þá hlakka til að fara í mat. Þetta eru margir dagar og maturinn þarf að vera mjög fjölbreytilegur.“ Einsi segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi tekið að sér.Í hlutverki diplómats í eldhúsi strákanna okkar Óhætt er að segja að hin franska Mathilde, eða Matthildur, sé í lykilhlutverki í eldhúsi karlalandsliðsins í knattspyrnu í Annecy. Hún er eina manneskjan sem talar ensku og frönsku en annars væri hætt við að ýmislegt færi úrskeiðis við matseldina sökum tungumálaörðugleika. Hin franska Matthildur segir að upp hafi komið smá vandamál í byrjun en það hafi verið leyst „Ég held að allir leikmennirnir séu sáttir núna,“ segir Matthildur sem ber Einsa kalda yfirkokki vel söguna. Hann sé mjög vingjarnlegur og það sé skemmtilegt að læra „íslensku leiðina“ í eldhúsinu. Matthildur viðurkennir að þurfa stundum að miðla málum í eldhúsinu. „Það er ekki alltaf auðvelt. Stundum spyr Einar vinalega hvort við getum gert eitthvað,“ segir Matthildur og þá svara frönsku kokkarnir, sem séu stoltir eins og Frakka er von og vísa: „Af hverju?“ Allt fari þó vel að lokum. Einsi hlær að þessu öllu saman og segir samstarfið hafa gengið ótrúlega vel. „Ég var tekinn á teppið af eigendum hótelsins því að starfsfólkið í eldhúsinu var stressað yfir mér því rómurinn var svolítið hár,“ segir Einar og hlær. Hann hafi útskýrt að hann hafi verið nýkominn af Sjómannadeginum þar sem hann var að elda, þar þurfti að hafa hátt. „Svo róaðist ég með dögunum,“ segir Einar léttur.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti