Sverrir Ingi: Lít ekki á mig sem byrjunarliðsmann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 12:00 Sverrir Ingi á sjúkrabekknum á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti