150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 13:06 Að minnsta kosti 35 manns slösuðust í óeirðunum um helgina. vísir/getty Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03