Ólafur Ragnar á leið á EM: Hætti að spá eftir jafnteflið gegn Frökkum '98 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 18:04 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi annað kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira