EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2016 08:00 Ronaldo hafði lítinn áhuga á að skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira