Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2016 14:30 Szalai fagnar marki sínu gegn Austurríki. vísir/getty Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira