Munum sýna á okkur aðra hlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 09:00 Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Marseille í gær. vísir/vilhelm „Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
„Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira