Sérfræðingur Svía gagnrýninn á varnarleik varamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 23:09 Á myndinni má sjá leikmenn Ungverja upplýsta sem Eiður Smári og Emil gæta í aðdraganda þess að Ungverjar spila sig inn á teig Íslendinga. Skjáskot af vef SVT Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07
Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42