Farþegar í Keflavík fastir í flugvél í þrjá tíma Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:18 Allmargir farþegar hafa beðið lengi eftir að fá að komast úr landi. Vísir/Andri Marinó Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48