Erdogan sagði að Þjóðverjar ættu að líta sér nær þegar kæmi að þjóðarmorðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2016 23:27 Angela Merkel kanslari Þýskalands og Erdogan forseti Tyrklands á fundi á loftslagsráðstefnunni í París í fyrra. vísir/getty Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins. Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.
Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22
Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00