Skemmtilega staðreyndin frá BBC sem sýnir afrek íslenska liðsins í réttu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 13:45 Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smara Guðjohnsen í gærkvöldi. Vísir/AFP Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira