Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:28 Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti