Bjarni með bakið upp við vegg og mætir næst Valsmönnum sem elska Frostaskjól Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 10:00 Bjarni Guðjónsson er aðeins búinn að vinna einn leik með KR í sumar. vísir/stefán Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina eftir að liðið tapaði fyrir 1. deildar liði Selfoss, 2-1, í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Bjarni mætti með sitt sterkasta lið til leiks en KR komst yfir í leiknum á 61. mínútu. Selfyssingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar og hinn 19 ára gamli Arnar Logi Sveinsson tryggði Selfossi svo sigurinn á 116. mínútu í framlenginu.Sjá einnig:Twitter logar eftir úrslitin í Vesturbænum: Er Selfoss að vinna KR eða er mig að dreyma?Þetta er í fyrsta sinn sem KR-ingar falla úr leik í 32 liða úrsiltum og enn fremur í fyrsta sinn í 24 ár sem vesturbæjarstórveldið, sigursælasta félag Íslands bæði í deild og bikar (14 bikarmeistaratitlar), tapar fyrir liði úr neðri deildum í bikarkeppni. KR-ingar hafa engan húmor fyrir svona árangri en Páll Sævar Guðjónsson, rödd KR sem lýsti leiknum gegn Selfossí KR-útvarpinu í gærkvöldi, var bálreiður þegar flautað var til leiksloka. Hann sagði þessi úrslit vera skandal og velti fyrir sér hvort KR-ingar myndu sjá þjálfarabreytingar á næstunni.1 - Í fyrsta sinn dettur KR úr leik í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ [21 leikur í 32 liða úrslitum alls]. — KR Tölfræði (@KRstats) May 25, 2016Frábærir í vor Byrjun KR-liðsins í sumar hefur verið döpur en það er í áttunda sæti í Pepsi-deildinni eftir fimm umferðir þar sem það hefur aðeins unnið einn leik og skorað fjögur mörk. Í heildina er KR aðeins búið að vinna einn leik af sex í sumar í deild og bikar og skora fimm mörk. KR-liðið kom inn í mótið á fljúgandi siglingu eftir frábært undirbúningstímabil þar sem það vann hvern leikinn á fætur öðrum þegar nær dró Íslandsmóti. Það raðaði inn mörkum og fékk ekkert á sig og stóð uppi sem Lengjubikarmeistari eftir 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik. Það má ætla að Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sé kominn með bakið upp við vegg eftir þessa döpru byrjun vesturbæjarliðsins og þá staðreynd að liðið kastaði frá sér toppsætinu um mitt mót í fyrra og endaði í þriðja sæti. Liðinu gekk einnig afar illa að skora seinni hluta móts í fyrra. Bjarni fær ekki auðveldasta leikinn til að koma KR-ingum aftur í gang. Þvert á móti. Næsti leikur KR er á móti Val á Alvogen-vellinum. Valsmenn eru búnir að vinna þrjá síðustu leiki af fjórum í deild og bikar og virðast vera að komast á skrið.Ólafur Jóhannesson er með svakalegan árangur gegn KR á þjálfaraferlinu og Val gengur vel í Frostaskjóli.vísir/ernirEinn sigur á tíu árum Valsmenn elska líka að spila í Frostaskjóli en þeir hafa í síðustu tíu útileikjum gegn KR aðeins tapað einu sinni. Síðast vann KR heimaleik gegn Val meistaraárið 2013 en þar var Bjarni Guðjónsson ónotaður varamaður. Þar á undan vann KR heimaleik gegn Val í efstu deild árið 2005 en þá var Bjarni ekki kominn í Vesturbæinn. Hann hefur því aldrei upplifað heimasigur gegn Val í efstu deild þar sem hann tók einhvern þátt í leiknum. KR gekk afar illa með Valsmenn Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð. Valur pakkaði KR saman, 3-0, á Valsvellinum þar sem KR hefur gengið álíka vel og Val í Vesturbænum. Þegar liðin mættust svo í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli í fyrra vann Valur sannfærandi 2-0 sigur. Þegar KR og Valur mættust í vesturbænum á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli, 2-2, þar sem Almarr Ormarsson bjargaði stigi fyrir þá svarthvítu á 90. mínútu. Gary Martin, Baldur Sigurðsson og Emil Atlason skoruðu mörkin í síðasta sigri KR gegn Val á heimavelli fyrir þremur árum en enginn þeirra spilar með KR í dag. Stuðningsmenn KR vilja vafalítið sjá KR-liðið og Bjarna svara gagnrýnisröddum og koma sér á skrið á ný með sigri á Val á sunnudaginn en sagan er að minnsta kosti ekkert að hjálpa liðinu fyrir leikinn. Til allrar hamingju fyrir Bjarna hefur sagan ekki enn þá unnið fótboltaleik.Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30 á sunnudaginn.Síðustu tíu heimaleikir KR gegn Val í efstu deild:2015: KR - Valur 2-22014: KR - Valur 1-2 (Gervigrasinu í Laugardal)2013: KR - Valur 3-12012: KR - Valur 2-32011: KR - Valur 1-12010: KR - Valur 1-22009: KR - Valur 3-42008: KR - Valur 1-22007: KR - Valur 0-32006: KR - Valur 1-1KR-sigrar: 1Jafntefli: 3Valssigrar: 6Bjarni lagði allt i rúst hja Fram, óskiljanlega fekk hann starfið hja KR og er a góðri leið með að gera það sama #bjarniout#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 25, 201648 - Bjarni Guðjóns er með 48% vinningshlutfall í Pepsí með KR (13/27) og lið hans skorað að meðaltali 1.48 mörk í leik. (40/27) #OptaVIP — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) May 25, 2016Bæ bæ Bjarni? — Heiðar Austmann (@haustmann) May 25, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina eftir að liðið tapaði fyrir 1. deildar liði Selfoss, 2-1, í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Bjarni mætti með sitt sterkasta lið til leiks en KR komst yfir í leiknum á 61. mínútu. Selfyssingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar og hinn 19 ára gamli Arnar Logi Sveinsson tryggði Selfossi svo sigurinn á 116. mínútu í framlenginu.Sjá einnig:Twitter logar eftir úrslitin í Vesturbænum: Er Selfoss að vinna KR eða er mig að dreyma?Þetta er í fyrsta sinn sem KR-ingar falla úr leik í 32 liða úrsiltum og enn fremur í fyrsta sinn í 24 ár sem vesturbæjarstórveldið, sigursælasta félag Íslands bæði í deild og bikar (14 bikarmeistaratitlar), tapar fyrir liði úr neðri deildum í bikarkeppni. KR-ingar hafa engan húmor fyrir svona árangri en Páll Sævar Guðjónsson, rödd KR sem lýsti leiknum gegn Selfossí KR-útvarpinu í gærkvöldi, var bálreiður þegar flautað var til leiksloka. Hann sagði þessi úrslit vera skandal og velti fyrir sér hvort KR-ingar myndu sjá þjálfarabreytingar á næstunni.1 - Í fyrsta sinn dettur KR úr leik í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ [21 leikur í 32 liða úrslitum alls]. — KR Tölfræði (@KRstats) May 25, 2016Frábærir í vor Byrjun KR-liðsins í sumar hefur verið döpur en það er í áttunda sæti í Pepsi-deildinni eftir fimm umferðir þar sem það hefur aðeins unnið einn leik og skorað fjögur mörk. Í heildina er KR aðeins búið að vinna einn leik af sex í sumar í deild og bikar og skora fimm mörk. KR-liðið kom inn í mótið á fljúgandi siglingu eftir frábært undirbúningstímabil þar sem það vann hvern leikinn á fætur öðrum þegar nær dró Íslandsmóti. Það raðaði inn mörkum og fékk ekkert á sig og stóð uppi sem Lengjubikarmeistari eftir 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik. Það má ætla að Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sé kominn með bakið upp við vegg eftir þessa döpru byrjun vesturbæjarliðsins og þá staðreynd að liðið kastaði frá sér toppsætinu um mitt mót í fyrra og endaði í þriðja sæti. Liðinu gekk einnig afar illa að skora seinni hluta móts í fyrra. Bjarni fær ekki auðveldasta leikinn til að koma KR-ingum aftur í gang. Þvert á móti. Næsti leikur KR er á móti Val á Alvogen-vellinum. Valsmenn eru búnir að vinna þrjá síðustu leiki af fjórum í deild og bikar og virðast vera að komast á skrið.Ólafur Jóhannesson er með svakalegan árangur gegn KR á þjálfaraferlinu og Val gengur vel í Frostaskjóli.vísir/ernirEinn sigur á tíu árum Valsmenn elska líka að spila í Frostaskjóli en þeir hafa í síðustu tíu útileikjum gegn KR aðeins tapað einu sinni. Síðast vann KR heimaleik gegn Val meistaraárið 2013 en þar var Bjarni Guðjónsson ónotaður varamaður. Þar á undan vann KR heimaleik gegn Val í efstu deild árið 2005 en þá var Bjarni ekki kominn í Vesturbæinn. Hann hefur því aldrei upplifað heimasigur gegn Val í efstu deild þar sem hann tók einhvern þátt í leiknum. KR gekk afar illa með Valsmenn Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð. Valur pakkaði KR saman, 3-0, á Valsvellinum þar sem KR hefur gengið álíka vel og Val í Vesturbænum. Þegar liðin mættust svo í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli í fyrra vann Valur sannfærandi 2-0 sigur. Þegar KR og Valur mættust í vesturbænum á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli, 2-2, þar sem Almarr Ormarsson bjargaði stigi fyrir þá svarthvítu á 90. mínútu. Gary Martin, Baldur Sigurðsson og Emil Atlason skoruðu mörkin í síðasta sigri KR gegn Val á heimavelli fyrir þremur árum en enginn þeirra spilar með KR í dag. Stuðningsmenn KR vilja vafalítið sjá KR-liðið og Bjarna svara gagnrýnisröddum og koma sér á skrið á ný með sigri á Val á sunnudaginn en sagan er að minnsta kosti ekkert að hjálpa liðinu fyrir leikinn. Til allrar hamingju fyrir Bjarna hefur sagan ekki enn þá unnið fótboltaleik.Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30 á sunnudaginn.Síðustu tíu heimaleikir KR gegn Val í efstu deild:2015: KR - Valur 2-22014: KR - Valur 1-2 (Gervigrasinu í Laugardal)2013: KR - Valur 3-12012: KR - Valur 2-32011: KR - Valur 1-12010: KR - Valur 1-22009: KR - Valur 3-42008: KR - Valur 1-22007: KR - Valur 0-32006: KR - Valur 1-1KR-sigrar: 1Jafntefli: 3Valssigrar: 6Bjarni lagði allt i rúst hja Fram, óskiljanlega fekk hann starfið hja KR og er a góðri leið með að gera það sama #bjarniout#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 25, 201648 - Bjarni Guðjóns er með 48% vinningshlutfall í Pepsí með KR (13/27) og lið hans skorað að meðaltali 1.48 mörk í leik. (40/27) #OptaVIP — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) May 25, 2016Bæ bæ Bjarni? — Heiðar Austmann (@haustmann) May 25, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn