Samþykktu rannsókn á þætti þýska bankans sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 11:28 Þingsályktunartillaga verður lögð fyrir þingið, vísir/gva Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02
„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00
Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00