Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 19:00 Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti