Er þetta í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2016 18:00 Werdum með sitt fræga "trollface“ Vísir/Getty Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena Aðrar íþróttir Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena
Aðrar íþróttir Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira