Hlutabréfaútboð – hvert skal stefna? Baldur Thorlacius skrifar 18. maí 2016 00:00 Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar