Faðir Lovísu Hrundar fékk fimm milljónir vegna tjóns síns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 23:46 Lovísa Hrund lést þegar ölvaður ökumaður ók framan á bifreið hennar. Hún var aðeins 17 ára. Vísir Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58