Á erfitt með að trúa eigin aldri Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 26. apríl 2016 00:01 Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún á góðri stund. „Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög