James Morrison heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 James Morrison kemur fram á tónleikum í Hörpu ásamt hljómsveit í sumar. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira