Selja allt nema spítalagallana Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Fjórar af þeim tíu Reykjavíkurdætrum sem munu selja úr fataskápunum sínum í dag. Á myndinni eru þær Jóhanna, Salka, Bergþóra og Steinunn. frettablaðið/Stefán Í dag mun rappsveitin Reykjavíkurdætur selja af sér spjarirnar á Prikinu. Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum sveitarinnar, segir að meðal þess sem verður til sölu verði fatnaður sem stelpurnar hafa klæðst á tónleikum sínum. „Það verða samt engir spítalagallar á boðstólum því miður. Okkur langar að endurnýja fataskápinn okkar og við vorum með svipaðan fatamarkað fyrir seinasta sumar sem gekk mjög vel og það voru allir rosa ánægðir. Þetta árið verðum við samt líka með Reykjavíkurdætravarning en salan á honum rennur til fjármögnunar nýju plötunnar okkar sem er væntanleg í sumar.“ Ljóst er að nægt úrval fata verður á markaðinum enda ætla tíu stelpur úr þessari 16 manna hljómsveit að selja fötin sín. Steinunn segir að öll hin mikla samvinna í svona stórum hópi hafi gengið vonum framar og það að taka upp lög eða halda tónleika gangi eins og vel smurð vél. „Við erum mjög margar í þessari hljómsveit en það hefur ekki verið neitt vandamál. Við erum allar mjög ólíkar og með mismunandi skoðanir en við erum búnar að þekkjast lengi og vinna náið saman þannig að við erum farnar að kunna hver á aðra. Við látum þetta virka.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Reykjavíkurdætrum upp á síðkastið og það lítur allt út fyrir að sumarið verði þeirra allra annasamasta hingað til. „Við fórum til London í byrjun mars og komum þá fram á þrennum tónleikum sem gekk alveg eins og í sögu. Svo í sumar erum við að fara á smá túr. Við spilum á tónlistarhátíðum í Noregi og Belgíu og svo loksins í Hróarskeldu í Danmörku.“ Rappsveitin er nú að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu og eru þær að fjármagna hana að mestu með framlögum í gegnum Karolinafund. „Ég mundi segja að um 80% af plötunni séu tilbúin. Þetta verður mjög fjölbreytt plata og við erum að fá takta frá mjög mismunandi upptöskustjórum. Það verður líka nýtt hóplag á plötunni sem er framleitt af Ólafi Arnalds og Helga Sæmundi. Það eru tvær vikur eftir af Kickstarter-söfnuninni og við erum að bjóða upp á alls konar skemmtilegt fyrir þá sem leggja okkur lið. Til dæmis fyrir væna upphæð ætlum við að bjóða upp á ferð um Gullna hringinn nema í okkar eigin stíl.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41 Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00 Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Í dag mun rappsveitin Reykjavíkurdætur selja af sér spjarirnar á Prikinu. Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum sveitarinnar, segir að meðal þess sem verður til sölu verði fatnaður sem stelpurnar hafa klæðst á tónleikum sínum. „Það verða samt engir spítalagallar á boðstólum því miður. Okkur langar að endurnýja fataskápinn okkar og við vorum með svipaðan fatamarkað fyrir seinasta sumar sem gekk mjög vel og það voru allir rosa ánægðir. Þetta árið verðum við samt líka með Reykjavíkurdætravarning en salan á honum rennur til fjármögnunar nýju plötunnar okkar sem er væntanleg í sumar.“ Ljóst er að nægt úrval fata verður á markaðinum enda ætla tíu stelpur úr þessari 16 manna hljómsveit að selja fötin sín. Steinunn segir að öll hin mikla samvinna í svona stórum hópi hafi gengið vonum framar og það að taka upp lög eða halda tónleika gangi eins og vel smurð vél. „Við erum mjög margar í þessari hljómsveit en það hefur ekki verið neitt vandamál. Við erum allar mjög ólíkar og með mismunandi skoðanir en við erum búnar að þekkjast lengi og vinna náið saman þannig að við erum farnar að kunna hver á aðra. Við látum þetta virka.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Reykjavíkurdætrum upp á síðkastið og það lítur allt út fyrir að sumarið verði þeirra allra annasamasta hingað til. „Við fórum til London í byrjun mars og komum þá fram á þrennum tónleikum sem gekk alveg eins og í sögu. Svo í sumar erum við að fara á smá túr. Við spilum á tónlistarhátíðum í Noregi og Belgíu og svo loksins í Hróarskeldu í Danmörku.“ Rappsveitin er nú að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu og eru þær að fjármagna hana að mestu með framlögum í gegnum Karolinafund. „Ég mundi segja að um 80% af plötunni séu tilbúin. Þetta verður mjög fjölbreytt plata og við erum að fá takta frá mjög mismunandi upptöskustjórum. Það verður líka nýtt hóplag á plötunni sem er framleitt af Ólafi Arnalds og Helga Sæmundi. Það eru tvær vikur eftir af Kickstarter-söfnuninni og við erum að bjóða upp á alls konar skemmtilegt fyrir þá sem leggja okkur lið. Til dæmis fyrir væna upphæð ætlum við að bjóða upp á ferð um Gullna hringinn nema í okkar eigin stíl.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30 Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41 Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00 Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Reykjavíkurdætur gefa út plötu og opna nýja heimasíðu Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að gefa út plötu og ætlar sveitin að framleiða hana sjálfar. Þær hafa nú hafið söfnun á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu á nýju plötunni. 3. mars 2016 15:30
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband: Stelpur mega gera meira en strákar Reykjavíkurdætur frumsýna í dag myndband við lagið FANBOIS hér á Lífinu. Lagið kemur í kjölfar fjölmiðlafársins síðastliðnu misseri. 9. mars 2016 09:41
Reykjavíkurdætur orðnar þreyttar á öllum þessum fanbois "Lagið þeyttist fram á nokkrum dögum,“ segir Anna Tara Andrésdóttir um spánnýtt lag og myndband Reykjavíkurdætra, Fanbois. 8. mars 2016 08:00
Íslenskt "Girl power“ í London Um 15 íslenskar popp-stúlkur lögðu mark sitt á tónlistarsenuna í London um helgina. 14. mars 2016 11:04