Með hendurnar í alls kyns deigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. apríl 2016 09:00 Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu. Vísir/Vilhelm Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sigurður er óneitanlega töluvert þekktari fyrir störf sín sem tónlistarmaður með Hjálmum, Baggalút og fleirum, svo að það er von að þeir sem sjá hann í bakaríinu með hendurnar á kafi í deigi velti því fyrir sér hvort hann sé menntaður bakari. „Nei, ég er bara vitleysingur,“ segir Sigurður og hlær, „en ég hef samt verið að baka heima hjá mér í svona 4 -5 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á alvöru brauðbakstri, súrdeigsbrauði og öðru þar sem er unnið með alvöru hráefni,“ útskýrir Sigurður. Það hljómar eins og það sé nokkuð stórt skref að stökkva úr því að vera áhugamaður um bakstur og beint ofan í djúpu laugina í atvinnubrauðbakstri „Ég frétti af því að hann Ágúst Einþórsson (eigandi Brauð&co.) væri að opna þetta bakarí og ég hringdi beint í hann og sótti um starf, hann var alveg til í að fá mig í vinnu hjá sér.“ Vísir/VilhelmÞað hlýtur að vera töluverð tilbreyting að fara af sviðinu og inn í bakarí. „Hér er góður fílingur og við erum brosandi og hressir í vinnunni. Þetta er opið bakarí, fólk getur séð inn í vinnsluna og það er ekki verið að fela neitt hérna. Fólki finnst þetta skemmtilegt, það er mikið verið að taka myndir af starfseminni. Hér notum við líka alvöru, lífræn hráefni – ekkert bull.“ Stemmingin hljómar vissulega ekki svo ólík þeirri stemmingu sem ríkir á tónleikum og Sigurður virðist vera á heimavelli í bakstrinum. „Ég er alltaf að gera einhverja músík, maður er alltaf að henda í eitthvert deig,“ svarar Sigurður kíminn spurður að því hvort hann sé að vinna í einhverri tónlist þessa dagana. „Brauðdeigið er samt orðið stór partur af tilveru minni. Það er rosalega fínt að skipta svona um vettvang og einbeita sér aðeins að öðruvísi hlutum en tónlistinni tímabundið,“ segir Sigurður sem lætur baksturinn greinilega ekki aftra sér frá að skapa tónlist. Brauð&co. er mörgum kærkomin viðbót í bakarísflóru miðbæjarins og fólk streymir þangað alls staðar að úr bænum. „Það var t.d. gjörsamlega fullt út úr dyrum alla páskana, það seldist allt saman upp rétt fyrir hádegi. Fólk er að koma hingað úr Kópavogi og Garðabæ og yfirgefa staðinn skælbrosandi,“ segir Sigurður hæstánægður með velgengnina. Hjálmar spila í kvöld í Gamla bíói á styrktartónleikum Blás apríls, styrktarfélags barna með einhverfu. Þar koma þeir fram ásamt Júníusi Meyvant og hljómsveitinni Valdimar, kynnir verður Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Miðasala er í fullum gangi á Miði.is.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira